SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir
Örugg fjarlæging. Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en
rafhlaðan er fjarlægð.
SIM-kortið og innihald þess getur hæglega orðið fyrir skemmdum ef það er rispað eða
beygt svo fara skal varlega þegar það er meðhöndlað, sett inn og tekið út.
1 Ýttu á og renndu bakhliðinni að neðsta hluta símans og fjarlægðu hana (1).
2 Fjarlægðu rafhlöðuna (2).
3 Opnaðu SIM-kortafestinguna (3) og settu SIM-kortið í þannig að snertiflöturinn snúi
niður (4) og lokaðu höldunni (5).
4 Komdu rafhlöðunni fyrir (6) og settu bakhliðina á sinn stað (7).